Viðskipti erlent

Juncker kynnir nýja fjárfestingaráætlun ESB

Atli Ísleifsson skrifar
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti áætlunina á Evrópuþinginu í Strasbourg í morgun.
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti áætlunina á Evrópuþinginu í Strasbourg í morgun. Vísir/AFP

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti í morgun nýja fjárfestingaráætlun Evrópusambandsins. Áætlað er að verja 315 milljörðum evra, jafnvirði um 48 þúsund milljarða króna, til styrktar evrópskum efnahag.

Juncker kynnti meðal annars nýjan sjóð sem verður nýttur til að koma verkefnum af stað og fá fjárfesta til leggja til afgang fjár.

Í frétt BBC kemur fram að vonir standi til að áætlunin muni taka þungan af ríkisstjórnum aðildarríkjanna, sem margar hverjar standa frammi fyrir miklum skuldum vegna fjármálakreppunnar.

Juncker tók dæmi um verkefni sem hann vonaðist til að yrðu að veruleika með áætluninni. Nefndi hann meðal annars skólabörn í Þessalóníku sem gengju inn í glænýjar skólastofur með nýjum tölvum, evrópsk sjúkrahús þar sem mannslífum yrði bjargað með nýjum tækjum, franska vegfarendur sem myndu hlaða rafbíla sína á hraðbrautum á sama hátt og á bensínstöðum og heimili og fyrirtæki sem yrðu sparneytnari á orku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.