Erlent

Tvær klukkustundur í að horfa á klám

HH skrifar
Ungir menn nota 2 klukkustundur í viku í að horfa á klám.
Ungir menn nota 2 klukkustundur í viku í að horfa á klám.
Ungir menn á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára eyða að meðaltali tveimur klukkustundum á viku í að horfa á klámefni á internetinu, en jafnöldrur þeirra aðeins um korteri. Þetta kemur fram í könnun sem fréttaþátturinn Newsbeat í Breska ríkisútvarpinu framkvæmdi á dögunum, og tók til þúsund ungra manna og kvenna.

Einn af hverjum fjórum mönnum óttast að hann eyði of miklum tíma í að horfa á klám, en sama hlutfall sagði að klámneyslan drægi úr áhuga þeirra á kynlífi með öðrum. Þá sýndi könnunin fram á að þriðjungur ungra manna óttaðist að hafa komið maka sínum í uppnám með klámnotkun sinni, en það hlutfall var ennþá hærra hjá þeim sem nota klám mikið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×