Erlent

Mikil klámnotkun meðal danskra unglinga

Ný könnun í Danmörku leiðir í ljós að þrír af hverjum fjórum dönskum drengjum á menntaskólaaldri horfir á klám reglulega eða minnst tvisar í viku.

Könnun þessi var gerð af blaðinu Politiken og náði til rúmlega 1.100 menntaskólanema á aldrinum 16 til 20 ára víða í Danmörku. Klámnotkun danskra stúlkna á þessum aldri er mun minni en drengjanna en tæplega 4% stúlknanna sögðust horfa á klám reglulega. Nær öll klámnotkunin fer fram í gengum netið.

Í Politiken segir að klámnotkun danskra unglinga sé sú mesta á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð horfi um 37% drengja reglulega á klám og aðeins 1,5% stúlkna. Í Noregi er þessi notkun enn minni.

Hvað Ísland varðar er ekki til ný könnun um klámnotkun unglinga en Ísland tók þátt í samnorrænu verkefni á þessu sviði árið 2005 og þá kom í ljós að af íslenskum unglingum á aldrinum 14 til 18 ára horfðu einn af hverjum fimm strákum á klám daglega en aðeins 2% íslenskra stelpnanna sögðust sjá klám það oft.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.