Stöð 2

Lokaþátturinn af Mannasiðum Gillz

Mannasiðir Gillz hafa slegið rækilega í gegn hjá áhorfendum Stöðvar 2 og er vinsælasti þátturinn meðal áskrifenda. Í þáttunum leiðir Gillz áhorfendur í allan sannleikann um hvað það er að vera karlmaður, hvernig best er að nálgast hitt kynið og hvernig má bregðast við hinum ýmsu aðstæðum.
Þættirnir eru sex og í hverjum þætti er nýr "Rasshaus" sem áhorfendur fylgjast með og Gillz kennir hvernig hann á að haga sér. Í fyrsta þættinum lék Halldór Gylfason dóna sem lærði rétta hegðun og framkomu. Síðan tók Steindi jr. við sem „Rasshausinn“ og var hallærislegur djammari en Gillz kenndi honum hvernig á að haga sér úti á lífinu. Í þriðja þættinum lék Víkingur Kristjánsson óframfærinn lúða sem kunni ekkert á stelpur en Gillz sýndi honum réttu aðferðirnar í samskiptum kynjanna. Í fjórða þættinum var fjallað um útlit og heilsu og þá voru „Rasshausarnir“ tveir. Jóhannes Haukur Jóhannesson lék feitan fasteignasala og Úlfar Linnet lék vöðvalausa listaspíru.
Í lokaþættinum verður áherslan lögð á íþróttir og tómstundir. Jóhann G. Jóhannsson leikur gaur sem hefur alltaf orðið undir í lífinu. Meðal þess sem Gillz kennir honum er hvernig á að keila óaðfinnanlega, hvernig á að haga sér í karaokee, á golfvellinum og í sundi.
Mannasiðir Gillz er á dagskrá á fimmtudögum kl. 20:55 á Stöð 2Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.