Innlent

Fráleitt að fresta viðræðum við ESB

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir

Fráleitt er að halda því fram að fresta eigi ESB-viðræðum eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum utanríkisráðherra hefur gert, að mati Össurar Skarphéðinssonar, núverandi utanríkisráðherra. „Menn mega ekki fara á taugum þótt blási aðeins á móti,“ sagði hann í gær við Stöð 2.

Össur tekur ekki aðfinnslur Ingibjargar til sín, en hún hefur gagnrýnt að enginn sé að berjast fyrir aðildinni, enda sé það ekki líklegt til vinsælda nú um stundir.

Össur hvetur á móti fólk eins og Ingibjörgu, fólk sem hafi barist fyrir aðild að ESB í gegnum árin, til að láta rödd sína heyrast.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði einnig á blaðamannafundi í gær að hún væri ekki jafn svartsýn og Ingibjörg, sem telur að samningur við ESB verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Jóhanna sýtir að ekki hafi gefist tækifæri til að kynna málið almennilega, en telur stuðning fólks við aðild koma til með að aukast að lokinni betri kynningu. - kóþ
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.