Innlent

Ríkið greiði salmonellureikning vegna hrossa

viðbúnaður Mikill viðbúnaður var í hesthúsum í Mosfellsbæ þar sem sýktu hrossin voru hýst.
viðbúnaður Mikill viðbúnaður var í hesthúsum í Mosfellsbæ þar sem sýktu hrossin voru hýst.

Matvælastofnun og íslenska ríkið hafa verið dæmd til að greiða dýralækni ríflega 660 þúsund krónur vegna starfa við hrossahóp sem var illa haldinn af salmonellusýkingu í Mosfellsbæ í desember 2008. Gera má ráð fyrir að fleiri dýralæknar sem önnuðust hrossin fari í mál gegn Matvælastofnun í kjölfar dómsins.

Upphaf málsins er að héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun hafði samband við dýralækninn vegna veikinda sem komin voru upp í hrossunum. Dýralæknirinn fór á staðinn til að veita hjálp. Fleiri dýralæknar komu svo að störfum á síðari stigum málsins. Þeir sendu Matvælastofnun reikninga, þar sem þeir litu svo á að fyrirmæli um aðstoð hefðu borist frá stofnuninni. Matvælastofnun leit hins vegar svo á að eigendum hrossanna bæri að borga fyrir dýralæknisþjónustuna.

Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að lagt sé til grundvallar að gefin hafi verið fyrirmæli af hálfu Matvælastofnunar þegar dýralæknirinn var kallaður til. Hann hafi brugðist við eins og til hafi verið ætlast í framhaldi af fyrirmælunum.- jss



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×