Lífið

Opnaði verslun með notuðum barnafötum

Atvinnulaus móðir í barneignarfríi hefur látið viðskiptahugmynd sem hún fékk eina andvökunótt í janúar verða að veruleika. Í dag opnaði hún verslun sem selur notuð barnaföt á lágu verði.

Hugmyndin að barnafataverslun með notuð barnaföt kom til Arnbjargar Högnadóttur, verslunareiganda, eina andvökunótt í janúar. Hún á sjálf sjö mánaða gamalt barn og hafði fundið á eigin skinni hvað barnaföt eru dýr hér á landi. Eftir að hafa auglýst eftir notuðum barnafötum á netinu komst hún svo líka að því margir foreldrar vilja losna við notuðu barnafötin sín gegn vægu verði. Þannig fæddist hugmyndin að versluninni blómabörn sem opnaði að Bæjarhrauni í Hafnarfirði í dag.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.