Innlent

Temmilega bjartsýn

Guðlaug Einarsdóttir er formaður Ljósmæðrafélags Íslands.
Guðlaug Einarsdóttir er formaður Ljósmæðrafélags Íslands.

Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélag Íslands, kveðst vera temmilega bjartsýn fyrir næsta samningafund í kjaradeilu ljósmæðra sem haldinn verður eftir hádegi á morgun.

Geir H. Haarde sagði í Silfri-Egils fyrr í dag að Árni Mathiesen standi mjög erfiða vakt þessa dagana og hann sé einungis að halda til ákveðnum reglum. Árni hefur fyrir hönd ríkisins stefnt félagi ljósmæðra vegna ólöglegra fjöldauppsagna.

Guðlaug hafði ekki séð umrætt viðtal þegar Vísir náði tali af henni og vildi því ekki tjá sig um orð Geirs í þættinum.

Sem fyrr er mikill hugur í ljósmæðrum, að sögn Guðlaugar sem vilja að menntun þeirra verið metin til launa til samræmis við aðrar stéttir hjá ríkinu.


Tengdar fréttir

Óbreytt staða í ljósmæðradeilunni

Sáttafundi í kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins lauk um klukkan fimm án þess að niðurstaða fengist í deiluna. Bára Hildur Jóhannsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ekkert nýtt hafi komið fram á fundinum og að staðan sé því óbreytt.

Mikið álag á fæðingardeildinni í nótt

Mikið álag var á fæðingardeild Landsspítalans í nótt og í morgun og þegar fréttastofa hafði samband við deildina skömmu fyrir fréttir gátu ljósmæður ekki talað við fréttamann sökum anna.

Ljósmæður reiðar fjármálaráðherra

Mikil reiði kom fram á félagsfundi ljósmæðra í gærkvöldi, yfir því að Árni Mathiesen fjármálaráðherra skuli hafa stefnt Ljósmæðrafélaginu fyrir ólöglegar uppsagnir í sumar og krefjist þess að þær verði dæmdar ólögmætar.

,,Árni stendur mjög erfiða vakt"

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, standi mjög erfiða vakt þessa dagana. Árni sé að halda til ákveðnum reglum en hann hefur fyrir hönd ríkisins stefnt félagi ljósmæðra vegna ólöglegra fjöldauppsagna.

Árni stefnir ljósmæðrum

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, hefur fyrir hönd ríkissins stefnt félagi ljósmæðra vegna ólöglegra fjöldauppsagna. Stefnan barst félagi ljósmæðra síðastliðinn föstudag. Þetta kom fram í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins.

Árni neitar að tjá sig um ljósmæður

Fjármálaráðherra vill ekki tjá sig um kjaradeilu ljósmæðra, né álit utanríkisráðherra um að deilan geti stigmagnast vegna ákvörðunar hans að stefna ljósmæðrum fyrir ólögmæta uppsögn.

Stefna fjármálaráðherra ekki til þess fallin að leysa kjaradeilu

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnar Kvennahreyfingar flokksins, segir það óheppilega vendingu og ekki til þess fallið að leysa kjaradeilu ljósmæðra að fjármálaráðherra hafi stefnt Ljósmæðrafélagi Íslands fyrir ólögmætar uppsagnir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×