Innlent

„Ég sá skrímsli alls staðar“

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Sautján ára piltur segir kraftaverk að hann hafi komist lífs af eftir að hann en hann fleygði sér niður af svölunum við Smárabíó um síðustu helgi. Móðir hans biðlar til foreldra að ræða við börn sín um hætturnar sem fylgja fíkniefnaneyslu.

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hinn sautján ára gamli Bjarki Freyr gerði tilraunir með ofskynjunarsveppi, en að hans sögn, sannarlega það síðasta.

Eftir að hafa étið þurrkaða ofskynjunarsveppi fylltist Bjarki vænisýki og hræðslu í kvikmyndasal í Smárabíói. Úr myrkrinu komu skrímsli. Hann taldi sig vera fastan í martröð.

„Ég hugsaði að ég hlyti að vera fastur í slæmri martröð,“ segir Bjarki. „Allt í kringum mig molnaði niður, ég sá skrímsli út um allt. Ég taldi mig þurfa að vakna og til þess að gera það þurfti ég að deyja.“

Það sem tekur við hjá Bjarka núna er meðferð og nýtt líf. Móðir hans hvetur foreldra sig að ræða við börn um skaðsemi fíkniefna.

„Þegar barnið manns er næstum því dáið þá vill maður að ekkert einasta foreldri þurfi að ganga í gegnum svona,“ segir Rebekka Guðleifsdóttir, móðir Bjarka. „Það þarf að tala meira um þetta.“

Fréttina má nálgast í heild sinni í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×