Lífið

 Fjársjóðsskilaboð í flöskunni

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ísak Már og Arney úti í Árneseyju á Ströndum með flösku sem inniheldur spennandi upplýsingar.
Ísak Már og Arney úti í Árneseyju á Ströndum með flösku sem inniheldur spennandi upplýsingar. Mynd/Davíð Már Bjarnason
Krakkar, getið þið sagt frá einhverjum ævintýrum sem þið hafið lent í, í sveitinni í sumar?

Arney og Ísak Már: „?Já, við fórum til dæmis í dagsferð út í Árnesey að tína dún með bændunum og fjölskyldum okkar. Þar fundum við fullt af dóti á rekanum sem við tókum með okkur í land og settum í kofann okkar sem er eiginlega líka hellir. Í þessari ferð fundum við flösku með skeyti í.“

?

Sáuð þið strax að eitthvað var í flöskunni?  „?Já, við sáum strax að það var upprúllað blað í flöskunni og fórum að rannsaka það.?“



Var erfitt að ná því úr? „Nei, skítlétt!“?

Vitið þið hver sendi það? „?Það var frá einhverjum Niels sem hafði grafið fjársjóð í sandkassa í ?„fjöldaborg“?. Hann sagði reyndar ekkert hvar hann væri eða hvenær hann sendi skeytið.“

?

Hvað gerðuð þið svo?? „Tókum skeytið með okkur heim og reyndum að leita að staðnum á netinu. Okkur langar svo að finna fjársjóðinn og þess vegna erum við að leita að Niels.?“

Hafið þið oft farið á sjó? „?Já, mörgum sinnum.“

?

En hafið þið prófað að senda flöskuskeyti? „?Já, við höfum prófað það en við höfum aldrei fengið neitt svar til baka.“?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×