Fótbolti

Ødegaard heimsækir Barcelona í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Norska blaðið VG heldur því fram að ungstirnið Martin Ødegaard muni í dag æfa með spænska stórliðinu Barcelona.

Ødegaard hefur síðustu daga og vikur ferðast á milli evrópskra stórfélaga en hann hefur meðal annarra æft með Real Madrid, Liverpool og Bayern München.

Þýskir fjölmiðlar hafa fullyrt að Ødegaard muni semja við Bayern en annað hefur komið á daginn. Nýjustu tíðindi herma þó að Bayern sé reiðubúið að gera Ødegaard að tekjuhæsta unglingaliðsleikmanni sögunnar með því að bjóða honum 155 milljónir króna í árslaun.

Barcelona má þó ekki kaupa nýja leikmenn fyrr en í janúar árið 2016 en þá verður samningur Ødegaard við Strömsgodset runninn út. Faðir hans, Hans Erik, hefur ekkert viljað gefa upp um áætlanir þeirra feðga um framtíð piltsins.


Tengdar fréttir

Ødegaard æfir með þýsku meisturunum

Ferðalag norska ungstirnisins Martins Ødegaard um Evrópu heldur áfram, en leikmaðurinn er nú staddur við æfingar á þýska stórliðinu Bayern München.

Real Madrid leiðir slaginn um norska ungstirnið

Norski táningurinn Martin Odegaard er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims þrátt fyrir að vera aðeins fimmtán ára gamall. Flest stærstu lið Evrópu eru á höttunum eftir honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×