Erlent

Zuma stóð af sér vantraust

Jacob Zuma tók við embætti forseta Suður-Afríku árið 2009.
Jacob Zuma tók við embætti forseta Suður-Afríku árið 2009. Vísir/AFP
Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, stóð í gær af sér tillögu um vantraust innan miðstjórnar stjórnarflokksins ANC.

Zuma hefur að undanförnu sætt miklum þrýstingi frá flokksmönnum ANC, frá stjórnarandstöðunni og almenningi, eða frá því að hann rak virtan fjármálaráðherra landsins, Pravin Gordhan, úr embætti í mars.

Þriggja daga fundur miðstjórnar ANC hófst á föstudag og var haldinn í höfuðborginni Pretoríu. Alls greiddu 54 af 72 miðstjórnarmönnum atkvæði á móti tillögunni um vantraust.

ANC mun halda blaðamannafund síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×