Enski boltinn

Zouma: Mig dreymir um gullboltann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kurt Zouma fagnar marki með Chelsea.
Kurt Zouma fagnar marki með Chelsea. vísir/getty
Kurt Zouma, varnarmaðurinn ungi í röðum Chelsea, segir það draum sinn að verða kjörinn besti leikmaður heims síðar á ferlinum.

Þessi öflugi, tvítugi Frakki hefur vakið athygli með Chelsea á tímabilinu, en hann er búinn að spila ellefu leiki og var flottur í sigrinum á Manchester United um helgina.

Aðspurður í viðtali á frönsku sjónvarpsstöðinni Canal plus hvort það væri draumur hans að verða besti knattspyrnumaður í heimi og fá gullbolta FIFA að launum sagði Zouma: „Já, það er minn draumur. Ég er maður sem lætur sig dreyma.“

Zouma hefur verið líkt við samlanda sinn Marcel Desailly, fyrrverandi leikmann Chelsea og heims- og Evrópumeistara með Frakklandi, en Zouma gerir lítið úr þeim samanburði.

„Fólk er oft að bera mig saman við Desailly en hann sannaði sig á sínum ferli. Hann er fótboltagoðsögn. Hann spilaði í mörgum stórleikjum en ég er bara nýmættur og á eftir að sanna mig,“ sagði Kurt Zouma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×