Enski boltinn

Zlatan vill ekki lofa því að hann verði áfram hjá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zlatan var allra manna hressastur í gær.
Zlatan var allra manna hressastur í gær. vísir/getty
Zlatan Ibrahimiovic fór á kostum í fögnuði Man. Utd eftir sigurinn í Evrópudeildinni í gær en missti sig þó ekki og fór að lofa upp í ermina á sér.

Það er langt þangað til hann getur farið að æfa fótbolta aftur enda meiddist hann illa. Hann henti samt hækjunum eftir leik og haltraði um völlinn með félögum sínum.

„Ég er að vinna í mínum málum á fullu. Hvar spila ég næsta vetur? Það er góð spurning og verður að koma í ljós síðar,“ sagði Zlatan við blaðamenn eftir leikinn.

Hann var samt augljóslega svekktur að hafa ekki getað spilað úrslitaleikinn sem fór fram í hans heimalandi.

„Það er eðlilegt að vera fúll yfir því að hafa ekki getað spilað. Ég tók samt að mér að styðja liðið og allt sem skiptir máli er að við unnum. Við vinnum og töpum saman.“

Nr 33

A post shared by IAmZlatan (@iamzlatanibrahimovic) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×