Fótbolti

Zlatan tryggði United sigur | Sjáðu markið

Manchester United vann sinn fyrsta sigur í Evrópudeildinni á þessari leiktíð þegar liðið lagði Zorya frá Úkraínu, 1-0, í A-riðli.

Zlatan Ibrahimovic skoraði eina mark leiksins á 69. mínútu með skalla af mjög stuttu færi eftir fyndna sendingu frá Wayne Rooney.

Fyrirliðinn kom inn á sem varamaður og ætlaði að skjóta sjálfur eftir sendingu frá hægri en fékk boltann í hnéð. Þaðan fór hann hátt upp í loftið en Zlatan skoraði og tryggði United sigurinn.

Zlatan er nú búinn að skora sex mörk fyrir United á tímabilinu; fjögur í deildinni, eitt í Evrópudeildinni og eitt í samfélagsskildinum. Hann er eini leikmaður Manchester United sem er búinn að spila alla tíu leiki liðsins á tímabilinu.

Þrátt fyrir sigurinn er United í þriðja sæti A-riðils með þrjú stig líkt og Feyenoord en Fenerbache er á toppnum með fjögur stig eftir 1-0 sigur á Feyenoord í kvöld.

Markið sem Zlatan skoraði má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×