Enski boltinn

Zlatan stal númerinu af Anthony Martial

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var ekkert númer á treyju Zlatan Ibrahimovic þegar hann var kynntur sem leikmaður Manchester United.
Það var ekkert númer á treyju Zlatan Ibrahimovic þegar hann var kynntur sem leikmaður Manchester United. Vísir/Getty
Svíinn Zlatan Ibrahimovic er orðinn leikmaður Manchester United en hann ætlar að láta menn bíða aðeins eftir því að hann spili fyrsta leikinn fyrir félagið.

Zlatan Ibrahimovic er enn í fríi eftir EM í Frakklandi og er sem dæmi ekki með Manchester United í æfingaferð liðsins til Kína.

Zlatan Ibrahimovic er aftur á móti kominn með númer fyrir komandi tímabil og það vakti talsverða athygli að hann tók níuna af franska landsliðsmanninum Anthony Martial.

Anthony Martial spilaði í númer níu á síðasta tímabili en færi sig núna yfir í treyju númer ellefu.

Manchester United hefur gefið út númer leikmanna á komandi tímabili á heimasíðu sinni.

Nýju mennirnir Eric Bailly og Henrikh Mkhitaryan fá númerin 3 og 22 á sína treyjur.

Sænska Aftonbladet hefur heimildir fyrir því að fyrsti leikur Zlatan Ibrahimovic með Manchester United verði væntanlega á móti Galatasaray í Gautaborg 30. júlí næstkomandi.

Númerin hjá Manchester United 2016-17:

1: De Gea 3: Bailly 4: Jones 5: Rojo 7: Memphis 8: Mata 9: Ibrahimovic 10: Rooney 11: Martial 12: Smalling 14: Lingard 15: Januzaj 16: Carrick 17: Blind 18: Young 19: Rashford 20: S. Romero 21: Herrera 22: Mkhitaryan 23: Shaw 24: Fosu-Mensah 25: Valencia 27: Fellaini 28: Schneiderlin 31: Schweinsteiger 32: Johnstone 33: McNair 36: Darmian 38: Tuanzebe 43: Borthwick-Jackson 44: Pereira 48: Keane




Fleiri fréttir

Sjá meira


×