Zlatan skyggđi á Pogba-brćđurna međ ţremur mörkum | Sjáđu mörkin

 
Fótbolti
22:00 16. FEBRÚAR 2017
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Zlatan Ibrahimovic skoraði þrennu þegar Manchester United bar sigurorð af Saint-Etienne, 3-0, í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Fyrir leikinn var mest athygli á Pogba-bræðrunum, Paul og Florentin, sem mættust þarna í fyrsta skipti. En Zlatan stal sviðsljósinu eins og honum einum er lagið.

Zlatan kom United yfir með afar skrautlegu marki á 15. mínútu.

Leikurinn var fjörugur og Saint-Etienne fékk svo sannarlega tækifæri til að skora. Franska liðið náði þó aðeins einu skoti á markið í leiknum.

Zlatan skoraði sitt annað mark á 75. mínútu eftir undirbúning Marcus Rashford og hann fullkomnaði svo þrennuna með marki úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok.

Lokatölur 3-0 og United í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn í Frakklandi eftir viku.


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Zlatan skyggđi á Pogba-brćđurna međ ţremur mörkum | Sjáđu mörkin
Fara efst