Fótbolti

Zlatan rekinn af velli með hjálp myndbandsaðstoðardómara

Einar Sigurvinsson skrifar
Zlat­an Ibra­himovic fékk sitt 13. rauða spjald í gær.
Zlat­an Ibra­himovic fékk sitt 13. rauða spjald í gær. Vísir/Getty
Zlat­an Ibra­himovic sem leikur með LA Galaxy í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu, var rekinn af velli fyrir að slá mótherja í leik gegn Montreal Impact í gær.

Atvik gerðist skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Fyrrum leikmaður Queens Park Rangers, Michael Petrasso, steig á fót Zlatan sem brást við með því að slá hann í andlitið.

Ismail Elfath, dómari leiksins sá ekki atvikið en bandaríska MLS-deildin notast við myndbandsaðstoðardómara, eða VAR. Leikurinn var því stoppaður í um það bil tvær og hálfa mínútu á meðan dómarinn skoðaði atvikið á sjónvarpsskjá á hliðarlínunni.

Eftir að hafa skoðað atvikið gaf hann Petrasso gult spjald og Zlatan beint rautt spjald, hans 13. rauða spjald á ferlinum.

Einum færri vann LA Galaxy að lokum leikinn, 1-0, en liðið situr í 7. sæti vesturdeildarinnar með 13 stig eftir 11 leiki.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×