Enski boltinn

Zlatan mætti á sína fyrstu æfingu hjá Man Utd | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zlatan er mættur til leiks.
Zlatan er mættur til leiks. vísir/getty
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic mætti á sína fyrstu æfingu hjá Manchester United í dag.

United-liðið er komið heim til Manchester eftir skrautlega æfinga- og keppnisferð til Kína.

Hinn 34 ára gamli Zlatan fékk lengra frí eftir EM í Frakklandi en hann var mættur á Carrington, æfingasvæði United, í morgun.

Það var létt yfir Zlatan í rigningunni í Manchester þar sem hann tók þátt í léttri æfingu undir vökulu auga knattspyrnustjórans Jose Mourinho.

Zlatan gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir United þegar liðið mætir Galatasary í Gautaborg á laugardaginn.

Zlatan kom á frjálsri sölu til United frá Paris Saint-Germain í sumar en næsta tímabil verður hans fyrsta í ensku úrvalsdeildinni á ferlinum.

Hér að ofan má sjá nokkrar myndir af Zlatan á æfingunni á Carrington í dag.


Tengdar fréttir

Manchester-slagnum í Peking aflýst

Ekkert verður af fyrstu viðureign Mourinho og Guardiola með Manchester-liðin United og City sem áttu að mætast í hádeginu í dag.

Mourinho: Við stefnum beint á titilinn

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að það sé ekki markmið hans að koma liðinu í efstu fjögur sætin á sínum tímabili, það sé einfaldlega ekki nóg.

Mourinho ekki sáttur með völlinn í Peking

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er allt annað en sáttur með vallaraðstæður í Peking en lið hans mætir Manchester City á International Champions Cup á morgun.

Zlatan stal númerinu af Anthony Martial

Svíinn Zlatan Ibrahimovic er orðinn leikmaður Manchester United en hann ætlar að láta menn bíða aðeins eftir því að hann spili fyrsta leikinn fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×