Fótbolti

Zlatan kemur heim til Malmö og mætir Kára | Allir riðlarnir í Meistaradeildinni

Vísir/getty
Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag og eru nokkrir afar spennandi riðlar í ár. Íslendingarnir sem taka þátt í ár, Alfreð Finnbogason, leikmaður Olympiacos og Kári Árnason, leikmaður Malmö, fengu báðir afar erfiða riðla.

Kári Árnason fær aldeilis strembið verkefni en þeir lentu í riðli með Paris Saint-Germain, Real Madrid og Shaktar Donetsk. Snýr Zlatan Ibrahimovic því aftur á sinn gamla heimavöll en hann lék með Malmö á unglingsárum sínum.

Þá fær Kári að spreyta sig gegn leikmönnum á borð við Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og James Rodriguez þegar Real Madrid mætir til Malmö.

Alfreð og félagar í Olympiakos voru í þriðja styrkleikaflokk og fengu heldur betur erfitt verkefni. Fengu þeir þýsku meistarana í Bayern Munchen úr fyrsta styrkleikaflokk og Arsenal úr öðrum styrkleikaflokk.



Manchester United og Chelsea voru heppin með dráttinn í ár en ekki er hægt að segja það sama um Manchester City sem lenti í riðli með Juventus, Sevilla og Borussia Mönchengladbach.



Alla riðlana má svo sjá hér fyrir neðan.

A-riðill:


Paris Saint-Germain

Real Madrid

Shaktar Donetsk

Malmö

B-riðill:

PSV

Manchester United

CSKA Moskva

Wolfsburg

C-riðill:

Benfica

Atlético Madrid

Galatasaray

Astana

D-riðill:

Juventus

Manchester City

Sevilla

Borussia Mönchengladbach

E-riðill:

Barcelona

Leverkusen

Roma

Bate

F-riðill:

Bayern Munchen

Arsenal

Olympiakos

Dinamo Zagreb

G-riðill:

Chelsea

Porto

Dynamo Kiev

Maccabi Tel Aviv

H-riðill:

Zenit st Petersburg

Valencia

Lyon

Gent




Fleiri fréttir

Sjá meira


×