Fótbolti

Zlatan gæti þurft að fara í aðgerð?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Vísir/Getty
Svo gæti farið að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic þurfi að leggjast undir hnífinn á næstunni en kappinn er ekkert að verða betri af hælmeiðslunum sem hafa haldið honum frá fótboltavellinum síðustu vikurnar.

Aftonbladet í Svíþjóð segir í dag frá stöðunni á Zlatan sem lék síðast með Parísarliðinu í deildarleik á móti Olympique Lyon 21. september síðastliðinn.

Zlatan Ibrahimovic fer í skoðun í Svíþjóð í dag og svo gæti verið að niðurstaða þeirrar rannsóknar verði að hann þurfti að fara í aðgerð.

„Hann verður skoðaður í dag. Eftir það vitum við meira," sagði Nasser Al-Khelafi, forseti Paris Saint-Germain við blaðamann Aftonbladet.

„Við erum að vonast eftir því að hann geti spilað næsta leik okkar í Meistaradeildinni sem er á móti APOEL," er haft eftir heimildarmanni Aftonbladet í París.

Zlatan Ibrahimovic skoraði 7 mörk í fyrstu 7 leikjum tímabilsins hjá Paris Saint-Germain en liðið hefur tapað stigum án hans í tveimur af síðustu þremur deildarleikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×