Fótbolti

Zlatan búinn að skora í Evrópukeppnum fyrir sjö lið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Zlatan Ibrahimovic skoraði sigurmark Manchester United gegn Zorya frá Úkraínu í annarri umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

United gekk illa að brjóta gestina á bak aftur en Zlatan skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir skondna sendingu Wayne Rooney sem átti að vera skot á 69. mínútu.

Zlatan er markahæsti leikmaður Manchester United á tímabilinu en hann er búinn að skora sex mörk í öllum keppnum; fjögur í deildinni, eitt í Samfélagsskildinum og nú eitt í Evrópudeildinni.

Sænski framherjinn var í kvöld að skora í Evrópukeppni fyrir sjöunda félagið á ferlinum en þessi 34 ára gamli leikmaður er eini leikmaður United sem er búinn að spila alla tíu leiki tímabilsins.

Zlatan skoraði í Meistaradeildinni fyrir Ajax, Juventus, Inter, Barcelona, AC Milan og Paris Saint-Germain áður en hann setti svo fyrsta Evrópumarkið sitt fyrir United í kvöld.

Markið sem Zlatan skoraði í kvöld má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×