Fótbolti

Zlatan að taka yfir MLS | Búinn að skora í fimm leikjum í röð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. vísir/getty
Óhætt er að segja að Zlatan Ibrahimovic hafi komið sem stormsveipur inn í MLS deildina í Bandaríkjunum þegar hann gekk í raðir Los Angeles Galaxy frá Manchester United í byrjun árs.

Hann skoraði tvö mörk í frumraun sinni en í kjölfarið hægðist aðeins á Svíanum stóra og stæðilega sem skoraði aðeins eitt mark í næstu sjö leikjum á eftir og tapaði liðið fimm af þeim leikjum.

LA Galaxy hefur hins vegar komið sér ofar í töfluna á undanförnum vikum og munar þar mest um frábært framlag Zlatan í markaskorun en hann er kominn með alls 12 mörk í deildinni.

Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-1 sigri á Philadelphia Union í nótt og er þar með búinn að skora í fimm leikjum í röð. Þá er hann með níu mörk í síðustu sjö leikjum liðsins.

LA Galaxy er komið upp í fjórða sæti Vesturdeildarinnar en sex efstu liðin fara í úrslitakeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×