Enski boltinn

Zlatan: Pogba getur komist á stall með Messi og Ronaldo

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Pogba og Zlatan á góðri stundu með United.
Paul Pogba og Zlatan á góðri stundu með United. vísir/getty
Sænska fótboltagoðið Zlatan Ibrahimovic hefur tröllatrú á franska heimsmeistaranum og fyrrverandi liðsfélaga sínum Paul Pogba og segir hann geta komist á stall með Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

Zlatan leikur á alls oddi í skemmtilegu viðtali við breska ríkissjónvarpið þar sem að hann lýsir yfir aðdáun sinni á franska miðjumanninum og segir að það er meira á leiðinni frá honum.

„Það eru leikmenn sem ná hærra en stjörnurnar á himninum. Pogba er ekki kominn þangað enn þá. Hann er samt frábær leikmaður og getur komist hærra en stjörnurnar. Hann á meira inni. Hann getur þróast og gert meira. Hann er enn þá ungur,“ segir Zlatan.

Pogba var keyptur aftur til Mancheter United á 89 milljónir punda en þrátt fyirr ungan aldur hefur hann unnið ítölsku deildina fjórum sinnum, er heimsmeistari og þá komst hann í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2015.

„Hann er líklega búinn að vinna fleiri titla á stóra sviðinu en þeir sem gagnrýna hann,“ segir Zlatan glettinn.

„Við megum ekki gleyma því að Paul hefur spilað úrslitaleik Meistaradeildarinnar, úrslitaleik Evrópumótsins með landsliðinu sínu og hann er heimsmeistari. Hann vann titla með Juventus og United og marga sem unglingur. Hvað þarf hann að gera meira?“ segir Zlatan Ibrahimovic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×