Fótbolti

Zlatan: Kæra Los Angeles, það var ekkert

Einar Sigurvinsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Getty
Nýjasti leikmaður LA Galaxy, Zlatan Ibrahimovic, keypti heilsíðu auglýsingu í tölublaði Los Angeles Times sem kom út í dag. Zlatan er ekki þekktur fyrir hógværð og ákvað hann að hann að halda skilaboðunum einföldum í auglýsingunni.

„Kæra Los Angeles, það var ekkert.“

Talið er að Zlatan hafi skrifað undir samning við LA Galaxy til lok árs 2019, en þá verður hann orðinn 38 ára gamall. Líklegt er að hann muni taka á sig umtalsverða launalækkun með flutningnum til Bandaríkjanna.

Hjá Manchester United var hann með 125 þúsund pund á viku, eða 17,5 milljónir íslenskra króna. Það eru rúmlegra tvöfalt hærri árslaun en lið MLS deildanna hafa leyfi til að borga leikmönnum sínum.

Brotthvarf Zlatan frá Manchester United var staðfest í gær en á tíma sínum í Englandi spilaði hann 53 leiki og skoraði í þeim 29 mörk, auk þess að gefa 10 stoðsendingar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×