Enski boltinn

Zlatan: Gerðum of mörg mistök

Stefán Árni Pálsson skrifar
Zlatan hefur skorað 14 mörk í deildinni.
Zlatan hefur skorað 14 mörk í deildinni. vísir/getty
„Við náðum í stig, en vorum alls ekki í okkar besta standi í dag,“ segir Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Manchester United, eftir jafnteflið við Liverpool í dag. United og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í dag.

„Þetta var erfiður leikur og mikil barátta. Eftir að við lentum undir þurftum við bara að elta og elta restina af leiknum. Leikur okkar var allt annar í síðari hálfleiknum og við náðum loks að jafna metin.“

Zlatan segir að leikmenn liðsins hafi gert of mörg mistök á Old Trafford í dag.

„Við vorum mun beinskeyttari í síðari hálfleiknum. Liverpool pressaði okkur hátt í fyrri og þá gerðum við fullt af mistökum,“ segir Ibrahimovic sem hefur skorað 14 mörk í deildinni á þessu tímabili.

„Auðvitað viljum við vinna alla leiki á tímabilinu en við verðum að taka þessum úrslitum. Við höfum ekki tapað leik í mjög langan tíma, einhverja 15 eða 16 leiki og þetta lítur betur út.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×