Enski boltinn

Zlatan: Ég man ekki eftir þeim sem gagnrýna mig en þeir munu aldrei gleyma mér

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Zlatan Ibrahimovic er búinn að sanna sig í úrvalsdeildinni.
Zlatan Ibrahimovic er búinn að sanna sig í úrvalsdeildinni. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United, segist hafa gaman að því að sanna fyrir þeim sem trúðu ekki að hann myndi standa sig í ensku úrvalsdeildinni að þeir höfðu rangt fyrir sér.

Hann segist ekki muna eftir mörgum af þessum fyrrverandi fótboltamönnum sem eru í dag orðnir sérfræðingar hinna og þessara miðla. Eitt sé þó klárt: Þeir munu aldrei gleyma honum.

Zlatan er búinn að skora 18 mörk í öllum keppnum fyrir Manchester United á tímabilinu eftir að koma á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain. Hann er búinn að skora þrettán mörk í úrvalsdeildinni og er þar næst markahæstur á eftir Diego Costa, framherja toppliðs Chelsea.

„Gagnrýni fær ekkert á mig því ég hef þurft að þola hana allan minn feril. Gagnrýni er eitthvað sem kveikir í mér og gefur mér orku,“ segir Zlatan í viðtali við Thierry Henry á Sky Sports sem upphitun fyrir stórleik United og Liverpool á sunnudaginn.

„Fólk talar um mig og segir að ég sé dauður eða hitt og þetta. Það eru fyrrverandi leikmenn sem segja þetta en ég man ekki einu sinni eftir þeim þegar þeir voru að spila. Eitt er þó klárt að þeir munu muna eftir mér alla sína ævi,“ segir Zlatan Ibrahimovic.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×