MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 21:45

Ellenberg best í seinni hlutanum

SPORT

Zika vírusinn fannst í Texas

 
Erlent
07:03 03. FEBRÚAR 2016
Zika vírusinn fannst í Texas

Zika vírusinn, sem breiðist nú hratt út um Suður Ameríku hefur nú fundist í manneskju í Texas í Bandaríkjunum. Hingað til hafa flestöll tilfelli sjúkdómsins borist í menn í gegnum bit moskítóflugunnar en í tilfellinu í Texas virðist vírusinn hafa smitast í gegnum kynmök, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.

Sá sem um ræðir hafði ekki ferðast til smitsvæðanna en maki hans hafði nýverið komið heim frá Venesúela. Alvarlegustu áhrif veirunnar eru þau að barnshafandi konur fæða vansköpuð börn með svokölluð dverghöfuð. Þá hafa tvö tilfelli einnig komið upp í Ástralíu en þar var um fólk að ræða sem var nýkomið frá Karabíska hafinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Zika vírusinn fannst í Texas
Fara efst