Fótbolti

Zidane vill selja James

Stefán Árni Pálsson skrifar
James Rodriguez er hér til vinstri.
James Rodriguez er hér til vinstri. vísir/getty
Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, vill selja Kólumbíumanninn James Rodriguez fyrir lok félagaskiptagluggans en þetta segir hinn virti spænski blaðamaður Guillem Balague.

Rodriguez hefur verið orðaður við mörg lið í Evrópu í sumar og meðal annars hafa forráðamenn Juventus sýnt áhuga.

James var ekki í byrjunarliðinu gegn Real Sociedad um síðustu helgi. „Chelsea hefur ekki boðið í leikmanninn og ég héld að félagið sé ekki reiðubúið að borga uppsett verð fyrir hann,“ sagði Balague í samtali við Sky Sports.

„Zidane vill losna við leikmanninn en hann sjálfur vill vera áfram. Hann verður líklega ekki í liðinu um helgina og það er einfaldlega verið að bola honum út. Real Madrid vill aftur á móti fá sanngjarna upphæð fyrir leikmanninn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×