SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 16:45

Bjarki međ sex mörk í öruggum sigri

SPORT

Zidane byrjar međ látum

 
Fótbolti
21:15 09. JANÚAR 2016
Zinedine Zidane og Gareth Bale - mennirnir sem voru í sviđsljósinu í kvöld.
Zinedine Zidane og Gareth Bale - mennirnir sem voru í sviđsljósinu í kvöld. VÍSIR/GETTY
Anton Ingi Leifsson skrifar

Real Madrid var í engum vandræðum með Deportivo La Coruna í fyrsta leik liðsins undir stjórn Zinedine Zidane eftir að hann tók við af Rafa Benitez. Lokatölur urðu 5-0, en Gareth Bale skoraði þrennu.

Karim Benzema kom Real yfir á fimmtándu mínútu og átta mínútum síðar skoraði Gareth Bale fyrsta mark sitt. Staðan var 2-0 í hálfleik, en Bale bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Real á 49. mínútu.

Bale var ekki hættur og fullkomnaði þrennu sína á 63. mínútu og Benzema bætti við öðru marki sínu í uppbótartíma. Bale varð því fyrsti breski leikmaðurinn til að skora tvær þrennur á sama tímabilinu í spænsku deildinni. Draumabyrjun hjá Zidane og lokatölur 5-0.

Real er því með 40 stig í þriðja sætinu; tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona sem á þó leik til góða, en Deportivo er í níunda sætinu með 27 stig.


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Zidane byrjar međ látum
Fara efst