Zidane byrjar međ látum

 
Fótbolti
21:15 09. JANÚAR 2016
Zinedine Zidane og Gareth Bale - mennirnir sem voru í sviđsljósinu í kvöld.
Zinedine Zidane og Gareth Bale - mennirnir sem voru í sviđsljósinu í kvöld. VÍSIR/GETTY
Anton Ingi Leifsson skrifar

Real Madrid var í engum vandræðum með Deportivo La Coruna í fyrsta leik liðsins undir stjórn Zinedine Zidane eftir að hann tók við af Rafa Benitez. Lokatölur urðu 5-0, en Gareth Bale skoraði þrennu.

Karim Benzema kom Real yfir á fimmtándu mínútu og átta mínútum síðar skoraði Gareth Bale fyrsta mark sitt. Staðan var 2-0 í hálfleik, en Bale bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Real á 49. mínútu.

Bale var ekki hættur og fullkomnaði þrennu sína á 63. mínútu og Benzema bætti við öðru marki sínu í uppbótartíma. Bale varð því fyrsti breski leikmaðurinn til að skora tvær þrennur á sama tímabilinu í spænsku deildinni. Draumabyrjun hjá Zidane og lokatölur 5-0.

Real er því með 40 stig í þriðja sætinu; tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona sem á þó leik til góða, en Deportivo er í níunda sætinu með 27 stig.


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Zidane byrjar međ látum
Fara efst