Fótbolti

Zidane: Þjálfa besta lið í heimi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zidane á síðustu æfingu Real fyrir leikinn stóra í kvöld.
Zidane á síðustu æfingu Real fyrir leikinn stóra í kvöld. vísir/getty
Zinedie Zidane, stjóri Real Madrid, segist þjálfa besta lið í heimi og er þakklátur fyrir að hafa fengið að spila með Madrídar-liðinu.

Real mætir grönnum sínum í Atletio Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar klukkan 18.45 í kvöld.

„Mig dreymdi um að klæðast þessari frægu hvítu treyju og það varð að veruleika þökk sé forsetanum [Florentino Perez]," sagði Zidane í

„Núna er ég heppinn að vera þjálfari besta félags í heiminum svo ég er ánægður. Það besta sem gat komið fyrir mig var að spila með Real Madrid.

Frakkinn er spenntur fyrir stórleik kvöldsins, en leikurinn hefst klukkan 18.45. Zidane undirbýr lið sitt fyrir erfiðan leik.

„Við vitum að Atletico mun gera okkur erfitt fyrir; þetta verður 50/50 leikur frá byrjun. Þeir munu verjast vel eins og þeir gera alltaf, en það er ekki eina sem þeir gera."

„Þeir spila rosalega góðan fótbolta og þeir munu gera erkifjéndunum erfitt fyrir."

Upphitun Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.15, en Guðmundur Benediktsson lýsir svo leiknum sem hefst klukkan 18.45.


Tengdar fréttir

Fellir Atlético enn einn risann í Meistaradeildinni?

Madrídarliðin Atlético og Real mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á San Siro í Mílanó í kvöld. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem liðin mætast í úrslitum Meistaradeildarinnar en Real hafði betur síðast.

Zidane segir Ronaldo vera tilbúinn

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, segir að Cristiano Ronaldo, stórstjarna liðsins, verði klár í slaginn í kvöld þegar liðið mætir Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×