MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 11:30

Draumur rćttist hjá John Arne Riise á Anfield um helgina

SPORT

Zidane: Enginn ţjálfari vill mćta Leicester

 
Fótbolti
12:30 16. MARS 2017
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane. VÍSIR/GETTY

Englandsmeistarar Leicester City halda uppi heiðri enskrar knattspyrnu í Meistaradeildinni og stóru liðin viðurkenna nú hvert af öðru að þau vilji alls ekki mæta liðinu í átta liða úrslitum keppninnar.

Í gær sagði goðsögnin Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, að Leicester væri það lið sem hann vildi helst ekki mæta í næstu umferð.

Nú hefur Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, stigið fram og viðurkennt það sama.

„Ég held að enginn þjálfari vonist til þess að mæta Leicester. Þetta lið heldur áfram að afreka hluti sem þeim var sagt að þeir gætu ekki,“ sagði Zidane.

„Margir héldu að þeir myndu ekki halda út í kapphlaupinu um enska meistaratitilinn. Samt gerðu þeir það. Margir héldu að þeir gætu ekki snúið taflinu við gegn Sevilla. Þeir gerðu það líka.

„Leicester verður aldrei líklegri aðilinn í næstu umferð og þar sem þeir eru ekki undir neinni pressu og andstæðingurinn verður með alla pressuna þá getur allt gerst. Við höfum séð hæfileika í þeirra liði og liðið spilar líka af ástríðu og með hjarta. Það er aldrei auðvelt að mæta slíku liði.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Zidane: Enginn ţjálfari vill mćta Leicester
Fara efst