Innlent

Zebrahestar og Hula-dansmeyjar hjá Rauða Krossinum

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Rauði krossinn stendur fyrir samverustundum fyrir alla foreldra með börn á aldrinum 0-6 ára sem vilja hitta aðra með ung börn og í dag héldu þau upp á Hrekkjavökuhátíðina. Á samverustundum er reglulega borðið upp á kynningar fyrir foreldranna ásamt því að vera vettvangur fyrir innflytjendur til að rjúfa einangrun og kynnast íslensku samfélagi betur.

Bergdís Rósantsdóttir, sjálfboðaliði, segir ýmsa fræðslu fyrir foreldrana fara fram á fundunum en að þetta sé fyrst og fremst vettvangur fyrir alþjóðlega foreldra að koma saman með börnunum sínum. Þá séu fastir liðir í fundunum, eins og Pálínuboð, sem haldið er mánaðarlega. Þar koma allir foreldrar með eitthvað matarkyns frá sínu heimalandi og borða saman.


Tengdar fréttir

Hælisleitendum boðið í réttir og hvalaskoðun

Í Rauða krossinum fer fram öflugt félagsstarf fyrir hælisleitendur. Markmiðið er að veita þeim stuðning á meðan þeir eru í óvissu og rjúfa einangrun þeirra. Hælisleitendur hafa í september farið í réttir, í hvalaskoðun og fengi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×