Fótbolti

Zanetti: Messi þarf ekki að vinna HM til að ná Maradona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og Diego Maradona.
Lionel Messi og Diego Maradona. Vísir/Getty
Javier Zanetti, leikhæsti argentínski landsliðsmaðurinn frá upphafi, skilur ekki þá áráttu að þurfa endalaust að vera bera saman þá Lionel Messi og Diego Maradona.

Umræðan um hvor sé betri, Lionel Messi eða Diego Maradona, hefur verið til staðar í mörg ár en Zanetti segir þurfi ekkert að bera þessa tvo frábæru leikmenn saman.

„Ég skil ekki þennan samanburð. Maradona var einstakur leikmaður og Messi er að gera hluti sem enginn hefur séð áður,“  sagði Javier Zanetti í viðtali við goal.com.

„Hvað getum við sagt um Messi? Hann er hefur unnið fimm Gullbolta, Meistaradeildina fjórum sinnum og hefur skorað 97 mörk á einu ári," sagði Javier Zanetti .

Diego Maradona vann heimsmeistaratitilinn með argentínska landsliðinu 1986 og tapaði í úrslitaleik HM fjórum árum síðar. Messi komst í úrslitaleikinn á HM í Brasilíu en Argentína tapaði þá fyrir Þýskalandi.

„Messi þarf ekki að vinna heimsmeistarakeppni til að staðfesta hæfileika sína. Messi er sendiherra Argentínu og ég er mjög stoltur af honum sem Argentínumaður sjálfur," sagði Zanetti.

Lionel Messi hefur bæði spilað fleiri landsleikir (105-91) og skorað fleiri landsliðsmörk (49-34) heldur en Maradona gerði á sínum tíma.

Messi varð Ólympíumeistari í Peking 2008 en hann hefur síðan þurft að sætta sig við þrjú silfur með argentínska landsliðnu, tvö í Ameríkukeppninni og eitt á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×