Innlent

Zainaldin bræddi bókasafnsgesti með Litalaginu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Zainaldin Wetti Jalkhi söng svo eftir hefur verið tekið.
Zainaldin Wetti Jalkhi söng svo eftir hefur verið tekið. skjáskot
Það braust út ósvikin gleði á Borgarbókasafni í gær þegar Zainaldin Wetti Jalkhi hóf upp raust sína.

Leikskóladrengurinn söng Litalagið fyrir nærstadda, á lýtalausri íslensku.

Það væri ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að drengurinn kom hingað til lands fyrr á þessu ári.

Kristín R. Vilhjálmsdóttir deildi myndbandi af söng drengsins sem hefur nú farið sem eldur í sinu um netheima.

„Þessi fallegi strákur frá Sýrlandi greip míkrófóninn spontant á Café Lingua á Borgarbókasafni og söng á reiprennandi íslensku,“ segir Kristín með myndbandinu sem sjá má hér að neðan.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×