Lífið

Zac Efron opnar sig um fíknivandann

Zac Efron
Zac Efron Vísir/Getty
Leikarinn og High School Musical-stjarnan Zac Efron opnaði sig í nýjasta raunveruleikaþætti NBC stöðvarinnar, Running Wild with Bear Grylls. Í þættinum er skorað á stjörnur að fara í tveggja daga ferðir í óbyggðir þar sem allt getur gerst.

Í tilfelli Efrons varð þetta eins og heimsókn til sálfræðings, því hann opnaði sig við þáttastjórnandann um fíknivanda sinn.

Efron ræddi um hvernig hann skaust upp á stjörnuhimininn á augabragði, og hvernig fíknin þróaðist í takt.

„Þetta gerðist allt svo fljótt. Það er sjokkerandi. Erfiði hlutinn var ekki vinnan sem fylgdi, það var aldrei málið. Það var það sem gerðist á milli verkefna - félagslegi hlutinn,“ sagði Efron.

„Hvert sem ég fór var fólk að horfa og það getur verið ruglandi, og bráðlega þurfti ég efni til þess að koma mér í gegnum það.“

„Ég var kominn á þann stað þar sem mér var farið að vera sama um vinnuna og var bara að bíða eftir helginni til að fara út og skemmta mér. En þegar það var orðið erfitt að komast í gegnum mánudaga og þriðjudaga hugsaði ég með mér að nú væri nóg komið,“ útskýrði Efron.

„Ég vil aldrei aftur taka eitthvað til þess eins að líða vel í eigin skinni, og það getur verið erfitt. En ég geri það í gegnum hugleiðslu og því að slaka á, og róa hugann.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×