Menning

Yrsa og Gunnar í Gunnarshúsi

Yrsa Sigurðardóttir les úr bók sinni DNA og Gunnar Helgason les úr bók sinni Gula spjaldið í Gautaborg.
Yrsa Sigurðardóttir les úr bók sinni DNA og Gunnar Helgason les úr bók sinni Gula spjaldið í Gautaborg. Vísir/Daníel/anton
Tíunda og jafnframt síðasta höfundakvöldið í Gunnarshúsi á þessu hausti verður haldið í kvöld. Þar mæta höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir, sem les upp úr bók sinni DNA, og Gunnar Helgason, sem les úr lokabindi fótboltaflokks síns Gula spjaldið í Gautaborg. Að vanda svara höfundarnir jafnframt spurningum stjórnanda samkomunnar sem að þessu sinni verður Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og fyrrverandi menntamálaráðherra.

Dagskráin hefst stundvíslega klukkan 20 og eru allir velkomnir á meðan stólar leyfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×