Lífið

Yrsa best á Norðurlöndum

Freyr Bjarnason skrifar
Gagnrýnandi Adresseavisen í Noregi er yfir sig hrifinn af Yrsu Sigurðardóttur.
Gagnrýnandi Adresseavisen í Noregi er yfir sig hrifinn af Yrsu Sigurðardóttur. Mynd/Sigurjón Ragnar
Yrsa Sigurðardóttir er besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda, að mati Ørjan Greiff Johnsen, gagnrýnanda Adresseavisen í Noregi.

Í dagblaðinu bendir Johnsen lesendum á að lesa bók Yrsu, Kulda, sem kom út fyrr á árinu þar í landi.

Þá birti hann gagnrýni um bókina þar sem sagði: „Hrikalega góð. Höfundurinn skrifar frábærlega, persónurnar eru blæbrigðaríkar og hún notfærir sér hina hrjóstrugu íslensku náttúru til hins ýtrasta: kuldalega, myrka og ískaldan vindinn. Allt rennur þetta saman í glæpasögu sem er svo spennandi að hún á sér fáar hliðstæður.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×