Innlent

Yrði aðstoð herskipa afþökkuð?

Jóhannes Stefánsson skrifar
Hildur segir borgarstjóra þurfa að ígrunda hugmyndir sínar betur.
Hildur segir borgarstjóra þurfa að ígrunda hugmyndir sínar betur.
„Þrátt fyrir að framtíðarsýn borgarstjóra um Reykjavík sem friðarborg sé vissulega falleg og skemmtileg er ekki búið að hugsa út í að það að varnarsamstarf sem við eigum við vinaríki okkar er fyrst og fremst varðandi björgunaraðgerðir,“ segir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Hildur gerði það að umtalsefni á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi að hugmyndir borgarstjóra í málaflokknum væru ekki vel ígrundaðar, þó að ásetningurinn væri vissulega góður. „Herir í nágrannaríkjum okkar eru að mörgu leyti að sinna þeim verkefnum þar í landi og annars staðar sem björgunarsveitir sinna hér á landi,“ segir Hildur.

„Því má ekki rugla saman eplum og appelsínum sem eru stríðsrekstur annars vegar og herrekstur hins vegar. Borgarstjóri þyrfti að svara því til hvort hann ætlaði að afþakka herskip sem myndu ætla að leggjast að í Reykjavík ef hér kæmi til dæmis upp eldgos eða eitthvað þvíumlíkt,“ bætir Hildur við.

Á borgarstjórnarfundinum í gær sagði Jón Gnarr að hafa þyrfti í huga að herskip væru búin til í því skyni að „að tortíma mannvirkjum og eyða lífum“, þó að vissulega væri hægt að nota þau sem björgunartæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×