Enski boltinn

Young: Við getum náð City

Dagur Lárusson skrifar
Young heldur ennþá í vonina.
Young heldur ennþá í vonina. vísir/getty
Ashley Young, leikmaður Manchester United, segist neita að gefa upp vonina á að ná Manchester City.

Manchester United er eins og er 12 stigum á eftir Manchester City eftir 23 leiki en Young vill meina að titilbaráttan sé ekki búin og hvað sem er getur gerst í knattspyrnu.

„Það eru svo margir leikir eftir, svo mörg stig eftir, það veit enginn hvað getur gerst.“

„Hlutir eru svo fljótir að breytast í knattspyrnu. Fyrir tveimur mánuðum hefði enginn búist við því að Manchester City myndi tapa fyrir Liverpool en þeir gerðu það síðustu helgi.“

„Þegar allt kemur til alls þá verðum við eingöngu að einblína á okkur sjálfa og okkar úrslit og ekki vera að hugsa út í önnur lið. Við verðum bara að halda áfram að vinna og vonandi munu þeir missa stig. Við verðum að bíða og sjá, en ég mun aldrei segja aldrei.“

Manchester United fer í heimsókn til Burnley í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×