Lífið

Yngsta systkinið fyndnast

Atli Ísleifsson skrifar
Rannsóknin sýnir að yngsta systkinið er afslappaðra en það elsta í hópnum.
Rannsóknin sýnir að yngsta systkinið er afslappaðra en það elsta í hópnum. Vísir/Getty
Yngsta systkinið er það fyndnasta í systkinahópnum. Að minnsta kosti að eigin mati. Þetta er niðurstaða rannsóknar Yougov.

Í rannsókninni voru tæplega 1.800 Bretar spurðir að því hvernig þau meti sjálfa sig í samanburði við systkini sín. Sjá má niðurstöður rannsóknarinnar í heild sinni hér.

Rannsóknin sýnir einnig að yngsta systkinið er afslappaðra en það elsta í hópnum, en á móti kemur að það elsta er ábyrgara og farsælla í starfi.

Sjá einnig: Mömmur með stóran rass eiga gáfaðri börn

Helsti munurinn á svörum yngstu og elstu systkinanna snýr einmitt að ábyrgð. Um 54 prósent elstu systkinanna finnast þau vera ábyrgari en þau yngstu, samanborið við að 36 prósent þeirra yngstu finnast þau vera ábyrgari en þau eldri.

Hafa ber í huga að sum svörin, svo sem hvort viðkomandi sé farsælli í starfi en systkini sín, kunna að skýrast af því að þau yngri hafi ekki haft jafn langan tíma og þau eldri að ná frama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×