Innlent

Ýmsar leiðir nauðsynlegar til að afla gagna

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Helgi hjörvar, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Helgi hjörvar, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Bæði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafa á þingi tekið jákvætt í að skattrannsóknarstjóri nýti upplýsingar sem standa til boða vegna skattsvika, að því er Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, greinir frá.

„Baráttan gegn skattsvikum í skattaskjólum er forgangsmál hjá ríkisstjórnum um allan heim. Mér fannst þess vegna mikilvægt að fá fram viðhorf forystumanna nýrrar ríkisstjórnar til þess. Það er ánægjulegt hve skýrt þeir hafa talað í þinginu,“ segir Helgi.

Þann 1. júlí 2013 sagði Bjarni Benediktsson meðal annars í svari sínu við fyrirspurn Helga að sér fyndist sjálfsagt að gerðar yrðu ráðstafanir til að fá þær upplýsingar sem kynnu að standa til boða. Taka ætti mjög alvarlega öllum tilraunum, allri viðleitni til að sporna við skattsvikum.

Í umræðum á þingi 15. maí síðastliðinn kvaðst Sigmundur Davíð forsætisráðherra treysta því að skattrannsóknarstjórinn gæti metið hvort upplýsingar sem stæðu til boða væru raunverulega gagnlegar og myndi hér eftir sem hingað til leita allra leiða til að koma upp um skattsvik.

„Að sjálfsögðu þarf skattrannsóknarstjóri að hafa ýmsar leiðir til þess, enda skattsvik og skattundanskot mjög dýr fyrir samfélagið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×