Lífið

Ýmsar furðuverur í Herjólfsdal á föstudegi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Það ætti ekki að hafa farið fram hjá nokkrum manni að verslunarmannahelgin er gengin í garð með tilheyrandi skemmtunum um allt land. Ein þeirra er hin árlega þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þar er Kolbeinn Tumi Daðason, blaðamaður Vísis, staddur og tók gesti og gangandi tali.

Í kvöld, líkt og önnur kvöld, verður brekkan full af fólki að skemmta sér. Margir eru klæddir í einkennisbúning þjóðhátíðarinnar, lopapeysuna og pollabuxurnar, meðan aðrir eru metnaðarfyllri og henda sér í búninga. Í klippunni sem fylgir má meðal annars sjá einn þekktasta krimma Gotham borgar.


Tengdar fréttir

Þjóðhátíð sett í 141. skipti

Þjóðhátíð var sett í 141. skiptið í Herjólfsdal klukkan 14 í dag en stríður straumur fólks hefur verið til Eyja og var fullt í allar ferðir Herjólfs úr Landeyjahöfn í gær og sömuleiðis í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×