Innlent

Ylströndin verði opin lengur

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ylströndin Nauthólsvík og gestir þar.
Ylströndin Nauthólsvík og gestir þar.
„Mikil eftirspurn er eftir lengri opnun á björtum sumar­kvöldum,“ segir íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sem leggur til að Ylströndin verði opin klukkutíma lengur á daginn á næsta ári.

Ráðið segir mikið um að fólk sem vinni til klukkan 17 og börn á námskeiðum fram eftir degi geti ekki nýtt sér bað- og strandferð snemma kvölds þar sem Ylströndinni sé lokað klukkan 19 á kvöldin.

ÍTR vill því að kannað verði hvort hægt sé að framlengja opnunartímann um eina klukkustund.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×