Lífið

Yljaðu þér á meðan óveðrið gengur yfir: Jólasúkkulaði með miklum rjóma

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Eva Laufey mælir með vænni skeið af rjóma út í súkkulaðið eða vanilluís.
Eva Laufey mælir með vænni skeið af rjóma út í súkkulaðið eða vanilluís. Mynd/Eva Laufey
Búið er að vara fólk við því að vera á ferli á illa búnum bílum og er mikið um að börn hafi verið látin vera heima í stað þess að fara í skólann. Líklega eru því margir heima við að ilja sér í óveðrinu sem nú fer bráðum að ná hármaki.

Vísir fékk Evu Laufey til að ráðleggja lesendum hvernig á að gera gott heitt súkkulaði. „Ég legg til að þið fáið ykkur þennan ómótstæðilega súkkulaðibolla, komið ykkur vel fyrir með teppi og njótið,“ segir hún en uppskrifin er eftirfarandi:

  • 1 líter mjólk
  • 175 g suðusúkkulaði
  • 1 stk pipp súkkulaði (40 g)
  • 2 dl vatn
  • smá salt
Hitið vatn og látið súkkulaðið bráðna í því, passið ykkur á því að sjóða ekki vatnið. Hrærið vel í á meðan. Þegar súkkulaðið er bráðið þá bætið þið mjólkinni út í og hitið þar til fer að sjóða. Að lokum þá bætið þið smá salti út í, leyfið þessu að malla í smá stund við vægan hita.

Gott er að þeyta rjóma og setja væna skeið út í bollann en Eva Laufey mælir einnig með að setja vanilluís út í súkkulaðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×