Erlent

Yfirvöld óttast mótmæli í Hong Kong

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Íbúar í Hong Kong eru óánægðir með þá ákvörðun Kínverja að setja það í hendur kommúnistaflokksins hverjir fái að bjóða fram til opinberra embætta í borginni í næstu kosningum.
Íbúar í Hong Kong eru óánægðir með þá ákvörðun Kínverja að setja það í hendur kommúnistaflokksins hverjir fái að bjóða fram til opinberra embætta í borginni í næstu kosningum. ap
Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, varaði mótmælendur í Hong Kong við í nótt og skipaði þeim að láta af því sem hann kallar ólöglegum mótmælum í borginni.

Ráðherrann ræddi mótmælin sem staðið hafa yfir síðustu daga á blaðamannafundi í Washington í gær og sagði að um innanhússmál í Kína væri að ræða sem erlendir aðilar ættu ekki að skipta sér af. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvatti kínversk yfirvöld hinsvegar til þess í gær að halda aftur af sér þegar kæmi að því að kveða mótmælendur í kútinn en íbúar borgarinnar eru óánægðir með þá ákvörðun Kínverja að setja það í hendur kommúnistaflokksins hverjir fái að bjóða fram til opinberra embætta í borginni í næstu kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×