Erlent

Yfirvöld í Mexíkó hafna innflytjendastefnu Trump

Fjölmenn mótmæli voru í Mexíkóborg fyrr í mánuðinum vegna stefnu nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum.
Fjölmenn mótmæli voru í Mexíkóborg fyrr í mánuðinum vegna stefnu nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum. Vísir/Getty
Yfirvöld í Mexíkó hafa fordæmt ný viðmið bandarískra yfirvalda um meðferð ólöglegra innflytjenda. Nýju reglurnar kveða meðal annars á um að óskráðir innflytjendur skuli vera sendir til Mexíkó, jafnvel þó þeir séu ekki mexíkóskir. Ekki er ljóst hvort bandarísk yfirvöld hafi völd til að geta þvingað yfirvöld í Mexíkó til að taka á móti öllu því fólki.

Luis Videgaray, utanríkisráðherra Mexíkó segir þá ekki viðunandi að að einhliða ákvarðanir bandarískra yfirvalda bitni á Mexíkó.

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og John Kelly heimavarnarráðherra eru nú staddir í Mexíkó til að ræða deilur ríkjanna við Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó.

Mexíkósk stjórnvöld eru talin vera algjörlega óundirbúin til þess að takast á við þessa stefnubreytingu en lagaleg óvissa ríkir um það hvernig þau geti brugðist við. Talið er næsta víst að þau muni fara fram á að gerðir verði samningar við bandaríska ríkið um að þau komi að því að aðstoða Mexíkóa við að taka á móti þeim gífurlega fjölda flóttamanna sem munu streyma til Mexíkó, ef af verður af stefnubreytingunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×