Enski boltinn

Yfirmenn Chelsea báðu fórnarlamb kynferðisofbeldis persónulega afsökunar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stamford Bridge.
Stamford Bridge. vísir/getty
Fyrrverandi fótboltamaðurinn Gary Johnson, einn þeirra sem hefur tjáð sig um kynferðisofbeldið sem nú skekur enska fótboltann, fékk persónulega afsökunarbeiðni á því sem gert var við hann sem unglingur hjá Chelsea frá núverandi yfirmönnum félagsins.

Johnson, sem er 57 ára í dag, hefur sagt að Eddie Heath, fyrrverandi yfirnjósnari Chelsea, braut á honum kynferðislega á áttunda áratug síðustu aldar. Johnson var borgað 40.000 pund eða sjö milljónir króna fyrir að þegja á sínum tíma sem og hann gerði.

Chelsea hefur beðist opinberlega afsökunar á því sem var í gangi hjá félaginu á þessum tíma með 900 orða yfirlýsingu en í gær hitti Bruce Buck, stjórnarformaður Chelsea, Gary Johnson á hóteli nálægt Stamford Bridge og bað hann persónulega afsökunar.

Þetta kemur fram á vef Sky Sports en tveir yfirmenn félagsins til viðbótar, Eugene Tenenbaum og Marina Granovskaia, sátu einnig fundinn.

Eddie Heath var yfirnjósnari Chelsea frá 1968 til 1979 en hann lést áður en ásakanir í hans garð fóru að berast enska félaginu.

Chelsea hefur hafið innri rannsókn á þessum málum og hvað gerðist þegar ásakanirnar bárust fyrst og hvers vegna ekkert var gert.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×