Erlent

Yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar segir af sér

Atli Ísleifsson skrifar
Jens Madsen tók við stöðu yfirmanns PET í janúar á síðasta ári.
Jens Madsen tók við stöðu yfirmanns PET í janúar á síðasta ári. Mynd/PET
Jens Madsen, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar (PET), hefur látið af embætti. Tilkynnt var um afsögnina einungis nokkrum klukkustundum áður en skýrsla um árásirnar í Kaupmannahöfn í febrúar var gerð opinber.

„Það er ekkert leyndarmál að starfið er mjög krefjandi,“ sagði Madsen, án þess þó að gefa upp ástæður afsagnarinnar.

Mette Frederiksen, dómsmálaráðherra Danmerkur, segir viðbrögð lögreglunnar í kjölfar fyrra morðsins hafa verið svifasein og gagnrýndi leyniþjónustuna þegar hún ræddi við danska fjölmiðla í kvöld. Þá sagði hún PET hafa gefið ríkisstjórn rangar upplýsingar um störf lögreglunnar á meðan árásarmannsins Omar El-Hussein var leitað.

El-Hussein drap tvo menn og særði fimm lögreglumenn í borginni áður en hann var sjálfur drepinn af lögreglumönnum.

Madsen tók við stöðu yfirmanns PET í janúar á síðasta ári.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×