Lífið

Yfirlýstur femínisti

Kanadíska leikkonan Ellen Page skilur ekki af hverju fólk er hrætt við orðið „femínisti“. Þetta kemur fram í viðtali við breska blaðið The Guardian.

„Ég skil ekki af hverju fólk er tregt til að viðurkenna að það sé femínistar. Kannski er sumum konum alveg sama. En það er augljóst að við búum enn við mikið feðraveldi þar sem orðið femínismi þykir skammaryrði,“ segir leikkonan og bætir við: „Femínismi er oft tendur við öfgahreyfingar – gott. Þetta á að vera öfgafullt. Ég er sammála mörgu sem femínistar áttunda áratugarins sögðu.“

Page lék síðast í kvikmyndinni The East ásamt Alexander Skarsgård og Brit Marling. Hún sló í gegn árið 2007 með leik sínum í kvikmyndinni Juno og þótti einnig frábær í hasarmyndinni Inception í leikstjórn Christopher Nolan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×